Heilsunudd Hönnu Valdísar
Heilsunudd Hönnu Valdísar
About
Nokkur atriði sem ber að hafa í huga varðandi nuddtíma
Fyrir nuddtíma:
-Ekki koma mjög svöng/svangur eða mjög södd/saddur í nuddtíma því það getur valdið óþarfa vanlíðan.
-Finnir þú fyrir vanlíðan á meðan á nuddi stendur, láttu nuddarann vita strax.
Eftir nuddtíma:
-Drekktu mikið af vatni því það eykur áhrif nuddsins og hjálpar líkamanum að hreinsa út óæskileg efni.
-Reyndu að taka því rólega, því þótt nuddtíminn sé í flestum tilfellum notaleg stund er hann heilmikið álag fyrir líkamann.
-Ekki er óalgengt að einkenni sem unnið er á versni og að þú finnir fyrir þreytu eftir nuddið. Þú getur minnkað líkurnar á að það gerist með því að drekka vatn og hvílast.
Reviews
- Guethbjörg Grímsdóttir·
Ég hef mætt í nokkra nuddtíma hjá Hönnu Valdísi, bæði í klassískt nudd og einnig sogæðanudd. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, það er allt hreint og fallegt í mjúkum og hlýjum litum. Hanna Valdís sjálf tekur hlýlega á móti manni og hefur ákaflega góða nærveru. Þú færð á tilfinninguna að þú skiptir máli og þín líðan varði hana. Þetta er frábært veganesti inn í nuddtímann.
Nuddtíminn er síðan mjög góður. Bæði tekur hún vel á þeim svæðum sem er verið að nudda ásamt því að virkja orkuna í líkamanum. Þegar nuddtímanum lýkur er smá spjall yfir vatnsglasi og þar er eftirfylgni með tímunum, farið yfir líðan, árangur tímanna og fleira. Mjög góður endir á nuddtímanum.
Árangur tímanna er ótvíræður. Ég heillaðist af sogæðanuddinu og finnst það hafa borið ótrúlegan árangur. Ég finn mun á líkamanum, bæði hvað varðar liðleika, vellíðan og minnkun á vökvasöfnun. Það er ekki spurning að ég mun sækjast eftir því að halda áfram að fá reglulega nuddtíma.
Ég veit að ég er að ausa Hönnu Valdísi lofi en það er einungis vegna þess að hún á það skilið. Hún er að gera frábæra hluti.
Takk fyrir mig.
Guðbjörg Grímsdóttir - Steina Arnardóttir·
Frábær nuddari með þægilega nærveru.